<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 09, 2009

Nýtt blogg 

Best að blogga smá eftir mjööögggg langa pásu. Íslandsferðin var í alla staði frábær, búin að uppgötva það enn og aftur að ég elska Ísland og að vera þar, mamma sagði um daginn að hún hefði ekki búist við þessu frá mér fyrir sirka 5 árum síðan, þegar ég var húkkt á London og öllu sem því við kom, en já svona breytist mar víst :) Vann í hundabúðinni fyrir jól á fullu og uppgötvaði það aftur að Íslendingar eru kreisí þegar viðkemur að versla, sem var nottla fínt fyrir okkar fjölskyldu...svo var bara allsherjar tjill í gangi, siða fjölskylduna sem ég get ekki sagt annað en að hafi verið svoldið komin úr böndunum (sérstaklega ma og pa og litli Míó) og djamma út í eitt :)
Af Köben er það að frétta að veðrið er bara fínt, kannski svoldið kalt stundum en annars bara frábært, við á RBG erum hress, gestir að koma í vikunni, Kings of Leon tónleikar á miðvikudaginn (mikil tilhlökkun í gangi) og mega partý hjá okkur á laugardaginn:) Skólinn loksins byrjaður aftur eftir of langt hlé að mínu mati en.....fullt að gerast þar, þannig að já þetta er allt bara gott sko. Svo á ég pantað far heim 1 apríl og verð alveg í 2 vikur, allt að gerast :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?