<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 03, 2006

Ég er leim bloggari 

Já get ekki sagt að ég sé búin að vera í bloggstuði eins og sjá má en.....
Nú eru Peppers orðnar 2 ára, haldið var upp á afmælið með svaka látum upp í sumarbústað hjá Jó hí um helgina, Sella bakaði rosa fína köku og við settum 2 kerti og vorum með blöðrur og svo toppuðum við þetta þegar við sungum afmælissönginn, hehehehhe var svoldið skondið:) En helgin var óvenjuróleg hjá okkur ekkert djamm og sukk, bara verið að hugga sig upp í sumó, voða notó. En við spiluðum lagið okkar, Fjólubláttljós við barinn rosa oft enda möst um þessa helgi.
Annars er ég bara farin að hlakka rosa til að fara til Eyja í fyrsta skipti, það verður örugglega rosa gaman , þó svo að ég sé svakaleg pempía, en fólk er búið að vera að gefa mér alls konar ráð og mun ég nota þau, bestu ráðin eru að vera með spritt á sér (ekki til að drekka heldur út af þessum ógeðslegu kömrum) og að vera með nóg af klenex (til að teppaleggja). Ég held að með þessu móti þurfi ég ekki að kvíða alveg jafn mikið fyrir klósettferðum.
Svo gengur skokkið okkar bara rosa vel, stöndum okkur alveg eins og hetjur, höfum bara sleppt 2 skiptum en það var vegna þess að ég gat varla labbað eftir einkaþjálfunina, úúffff það er sko erfitt dæmi mar. Skondið að ég hef sko oft talið mig vera að standa mig bara vel í ræktinni og sonna en eftir að hafa prófa einkaþjálfun þá sé ég að það er bara málið, mæli alveg sterklega með þessu, en ég er búin að fá harðsperrur í alla vöðva sem hægt er að fá harðsperrur í.
Og golfið er bara allt að koma, hef bara staðið mig nokkuð vel í því, var allavegana asskoti sátt þegar ég tók eina braut á 2 höggum (ok ekki lengsta braut ever og nb. bein, en ég hef alveg tekið hana áður á 6 eða e-ð þannig.....)
Farin að skokka:)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?