<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 19, 2004

pæling dagsins 

Enn og aftur erum ég og Sigrún búnar að breyta planinu, núna er það þannig að við gistum eina nótt í Köben og förum síðan á sunnudegi beint til Stokkhólms og síðan aftur til Köben á miðvikudeginum. Erum að fara að panta gistingu og við fundum eitt hótel í Stokkhólmi sem er bara ló klass en það er sundlaugargarður við hliðina sem mar fær frítt í þegar mar gistir á þessu hóteli :)
Annars er bara drykkja í dag og á morgun í dag er nebbla vísó í Íslandsbanka og síðan er mágus-orator dagurinn í dag þannig að mar verður að passa sig að drekka ekki of mikið :) til þess að mar verðir frískur á morgun en þá er sko 25 ára afmæli hjá henni Elvu. Til hamingju með afmælið Elva mín

Síðan í lokinn er ég með eina pælingu: afhverju segir mar ég er að fara á Selfoss en í Hveragerði og á Akureyri en í Búðardal og sonna mætti lengi telja. Grey útlendingarnir sem koma hingað til að læra íslensku ég bara vorkenni þeim.
Þið verðið að koma með skýringu á þessu!!!

Cheers :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?