<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 13, 2007

Kína Kína Kína 

Jæja þá er mar komin aftur heim frá æðislegri ferð til Kína og smá London. Þessi ferð var bara mögnuð í alla staði, gæti ekki verið öðruvísi en litla Ísland og reyndar flest öll Evrópa. Ég get engan vegin líst þessu þannig að þið verðið bara að skoða myndirnar hjá Sellu þegar þær koma.
En mér tókst að verða ekkert brún í ferðinni, svoldið svekkelsi, þar sem mengunin var svo mikil að sólin komst nú varla ekkert í gegn, og þegar við hittum loks sólina þá vorum við aldrei það lengi úti að mar hefði getað náð sér í lit, en hvað með það:)
Fólkið sem var með mér í ferðinni þekkti ég nottla ekki boffs fyrir brottför nema Stellu smá, en þau reyndust bara vera þessir líka fínu einstaklingar að það hálfa hefði verið nóg, hefði ekki getað verið betra held ég:)
Reyndar var maturinn vibbilíus (nema einn og einn réttur) og klósettmenning Kínverja er nottla bara til skammar, en ég komst í gegnum þetta allt svona eiginlega áfallalaust (pjattrófan sjálf) þannig að ég held ég sé tilbúin í hvað sem er. Treysti mér reyndar ekki til að borða STICKY rice næstu mánuði, en ég held að það komi allt :)
Allt í allt snilldar ferð og ég get ekki sagt annað en ég er bara farin að hlakka til næstu ferðar með þessu liði.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?