<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 10, 2005

Svelgur/góðverk/jólin 

London var bara gaman, ég og mútta í búðunum eins og brjálæðingar enda enginn tími sem við höfðum. Mútta gat ekki alveg skilið það að mar borðar bara einhver tíman eftir að búið er að versla. Þannig að morgunmatur og hádegismatur var tekið saman svona um 3 leytið, ég meina þegar mar hefur svona takmarkaðan tíma þá verður mar bara að fórna sér. Annars var alveg verslað nóg og svo nottla rosa mikið af hundafötum. Komst að því að hún móðir mín er svakalegur bjórsvelgur, meðan ég var rétt byrjuð á mínum þá var hún búin og á leiðinni í jakka, og sagði svo jæja Sigga eigum við ekki að drífa okkur, halló ég er ekki hálfnuð...allavegana hún drekkur og drekkur af bjór konan. Urðum síðan svona frekar fullar á sunnudeginum, sem var bara fyndið mamma drapst í rúminu á hótelinu (vill nú samt ekki viðurkenna það, segist bara hafa verið svo rosalega þreytt, je ræt) Góð ferð í alla staði.
Síðan vil ég minna alla á að það kostar ekki mikið að breyta ýmsu, t.d. er hægt að sponsora hund fyrir einungis 1 pund á viku og ég þykist nú vita að þið eigið flest öll ca. 500 á mánuði til að leifa. þannig að allir inn á http://www.dogstrust.org.uk/.
Og síðast en ekki síst þá elska ég jólin, elska jólaskraut, jólaljós, jólasveina, snjókarla, grenilykt, jólalög í massa vís, er syngjandi jólalög daginn út og inn sko.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?