<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Bloggari af guðs náð :) 

Jæja þá, frekar langt síðan ég hef bloggað og því margt og mikið búið að gerast, því ég lifi svo svaðalega skemmtilegu lífi, hhehehehe :)
NY ferðin var nb. bara snilld í alla staði, fyrir utan þreytuna í mér, hef aldrei á ævinni farið til útlanda og sofnað kl:11 fyrstu kvöldin. Við komumst ekki einu sinni neitt á djammið, sem er ekki gott mál, tek það bara næst. En þetta er æðisleg borg í alla staði, fína búðir, góðir veitingarstaðir og næs fólk. Síðan voru Boys II men tónleikarnir sem við Rakel fórum á bara geggjaðir hefði reyndar verið betra ef það hefðu verið sæti því ég held ég geti fullyrt að mér hefur aldrei liðið jafn illa í fótunum og bakinu, já það er nebbla einn kvilli sem ég hef aldrei haft en er að koma sterkur inn þessa dagana, ég held að þetta sé allt tengt aldrinum, en er ég að verða frekar gömul kona. Ekki nema 2 mán. í næsta afmælisdag, sem verður svaðalegur held ég, omg vil ekki hugsa svo langt.
Annars er ég líka búin í þessu eina prófi mínu, sem tók frekar mikið á Sigguna þar sem ég nennti engan veginn að setjast niður til þess að lesa þennan viðbjóð, nebbla ekki skemmtilegt fag. Missti af heillri djammhelgi, sem er ekki gott fyrir repjúteisjonið, en ég mun bæta þetta upp næstu helgar. Prófið gekk svona hummmmm tölum ekkert um það. Læt ykkur bara vita þegar ég útskrifast (nb. svona eftir 10 ár, með þessu áframhaldi)
Já og líka byrjuð í nýju vinnunni sem er bara svaka fín, gott að vera bara áfram á sama staðnum enda eðal fólk sem vinnur þarna;)
Svo bara fullt framundan, fyrsti hittingur jólaklúbbsins HÓ HÓ HÓ í kvöld, en þessi klúbbur hefur verið starfræktur frá held ég 2004, ég og Heiðbjört stofnuðum hann á sínum tíma því við vorum þær einu sem vorum búnar í háskólanum og höfðum ekkert að gera en að dunda okkur, en það hefur nú fjölgað aðeins í hópnum síðan þá. Sagan á bakvið nafnið er nottla bara snilld, mig minnir að Heiða hafi fundið upp á þessu en þá höfðum við ýmislegt í huga sem tengdist ekki endilega jólunum, hahahahahahh, bara gaman að þessu :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?