<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Pæling..... 

Vissir þú að...
...konur og börn eru 80% flóttamanna heims • Konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut • Konur framleiða og selja 3/5 hluta af fæðu í heiminum • Þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundis ofbeldis • Ofbeldi gegn konum eykst til muna á stríðstímum og í kjölfar átaka • Stúlkur undir 16 ára aldri verða fyrir 40-60% allra kynferðisglæpa • Ungar konur í Afríku á aldrinum 15-24 ára eru þrisvar sinnum líklegri til að smitast af HIV/alnæmi en karlar á sömu slóðum og á sama aldri • Um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári • Konur eru 16% þingmanna í heiminum...
Unifem.is

Vildi bara minna á að það er ennþá hægt að heita á mig í hlaupinu, Jói bróðir og fjölsk. eru þau einu sem hafa heitið á mig. Þið hin, drífa sig nú.......

Cheers

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Stutt í hlaup 

já það styttist óðum í hlaupadaginn mikla, en við stöllur erum búnar að fara tvisvar 10 km þannig að við hljótum að massa þetta á laugardaginn. Vil bara minna alla á að það er hægt að heita á mig með því að fara inn á þennan link https://www.glitnir.is/Marathon/Aheit/, þetta fer síðan allt til góðgerðamála þannig að koma svo!!!!!!!!!
Og svo nb. ef einhver vill taka á móti okkur þegar við komum í mark þá er ræst út kl: 9,40 og við verðum svona ca. einn og hálfan til 40 mín að þessu:)
Annars fór ég í mitt fyrsta en vonandi ekki síðasta brúðkaup á laugardaginn, það var alveg rosa flott og svaka stuð, allavegana vorum við svoldið mikið á dansgólfinu (veit ekki í hvaða dansdrottningu ég er að breytast í) Vona að við Peppers göngum allar út þannig að mar geti farið í fullt af brúðkaupum næstu árin, ekki það að ég hafi ekki fulla trú á Peppersmeðlimum:) Held að það verði ekki nein kosin The Pepper í ár, enda er sá titill ekki skemmtilegur en ég get sagt af reynslu að hann gefur manni gott spark í rassinn og ef mar pælir í því þá er þetta kannski bara hinn besti titill after all...........allt spurning um hugarfar.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?