<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 25, 2006

Jóla hvað........ 

Einn mánuður til jóla og þétt dagskrá framundan, alltaf gaman þegar það er nóg að gerast og mar ekki í prófum, elska jólin án prófa, fæ bara ekki nóg af því :)
Annars er jólaklúbburinn okkar komin vel af stað, ég er með mjög svo erfitt verkefni á höndum mínum en það er 47,5 cm langur jólasokkur sem þarf að sauma og nb. í honum er svo litlar perlur að ég er skjótandi þessu út um allt hús þar sem það er svoldið erfitt að halda á þessu, en ég er svona að ná þessu og ég er alveg viss um að þetta verður hinn fallegasti jólasokkur, úr fjarlægð, svona fjarska fallegur þið vitið.
Svo er ég orðin fastráðin hjá Glitni, sem er bara hið besta mál, get ekki beðið eftir að fá sumarfrí, hef aldrei á ævinni átt þannig, nema nottla þau skipti sem ég hef ekki unnið á sumrin, en það er samt ekki eins, nú fæ ég frí í 24 daga á launum, ummmmm hljómar vel. Planið er að fara með Sellu og einhverju sjálfstæðiskrúi til Kiína í maí í 2 vikur og svo gera e-ð rosa skemmtó hinar 2 vikurnar, held ég taki þær svona seinni part sumars ef það er hægt, get ekki beðið eftir sumrinu, hehehe reyndar svoldið langt þangað til en.....
Rosalega langar mig á skíði núna, hummmm spurning um að hætta að vera hrædd við að eyðileggja hnéð aftur, hef ekki farið síðan ég eyðilagði það þegar ég var 18, held það hljóti að vera óhætt að skella sér, byrja bara í barnabrekkunni, hverjum langar með????

Jæja farin að sauma pallíettur og perlur á jólasokkinn minn

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?