<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 08, 2006

Hvað er fólk að hugsa 

Var að enda við að senda formlegt bréf til Smáralindar sem hljóðar svona:

Laugardaginn 8 Apríl fór ég í Smáralind og var þar í um það bil 2 klukkutíma. Á meðan gekk ég fram á nokkra kálfa sem var búið að setja í lítið girði sem virtist til sýnis. Þeir héldu sig saman í miðju girðinu til þess að forðast öll börnin og fólkið sem reyndi að ná til þeirra og það var ekki erfitt þar sem girðið var lítið, greinilegt var að dýrunum leið afskaplega illa og voru skíthrædd við allt þetta fólk sem reyndi að klappa þeim og umhverfið sem þau voru allt í einu komin í. Síðan hélt ég nú að það væri örugglega einhver að fylgjast með þeim og ég leit yfir hópinn og gat ekki séð neinn sem var með eftirlit þannig að hver sem er hefði getað gert e-ð við dýrin, var enginn að hugsa út í það. Og síðast en ekki síst þá steig hljómsveitin Í Svörtum Fötum á svið sem var mjög nálægt girðinu sem kálfarnir voru í og það voru nú engin smá læti sem fylgdi henni. Þegar þarna er við sögu komið var ég orðin alveg afskaplega reið og gat ekki horft upp á þetta lengur.
Mér er spurn hvað eru ábyrgðaraðilar Smáralindar að hugsa, berið þið enga virðingu fyrir dýrum því greinilegt var að þeim leið ekki vel og guð má vita hvað dýrin voru lengi þarna inni, ég var allavegana í 2 tíma og alveg komin með nóg, hvað þá dýrin!!!!

Ég var nb. orðin rauð af reiði en sleppti því í bréfinu, djöfulsins fífl þetta fólk mar.

Cheers
.

No more dog shop 

jámm fullt búið að gerast í vikunni svo sem. Er sem sagt komin með þessa fínu sumarvinnu hjá Glitni í deild sem heitir uppgjör og afleiður, og ég byrjar þar 2 maí. Verð í sumar og svo vonandi áfram, kemur allt í ljós.
Og svo er mar bara hætt í the dog shop, mikil gleði með það, var nottla alveg orðin vel mygluð á að sitja þarna inni allan daginn, en eitt gott sem kom út úr þessu var að ég er búin að lesa rosa margar góðar bækur og svo líka smá skólabækur:)

Cheers

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Allt voða óráðið e-ð. 

Jamm og jæja, þá er mar aftur komin á kaf í atvinnuleit, alveg magnað hvað þetta er rosa rosa leiðinlegt. Hata þetta algjörlega. En ég fór sem sagt í viðtal í morgun hjá VBS Fjárfestingabanka og svo er það Glitnir á morgun, nóg að gera hjá Siggunni þessa daga.
Síðan er bara próf fram undan og ég nottla as usual með allt á hælunum, ooohhhhh so skemmtilegt!!! Ætla reyndar að fara að taka mig á og nú verður sko lært öll kvöld (nema föstudags) enda bara 2 vikur í fyrsta prófið:)
Annars ekkert að gerast, enginn sem getur komið með mér til útlanda og ég er alveg að farast mig langar svo að fara e-ð. Kannski fer ég bara ein.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?