<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Komin í 201 

Þá er mar fluttur í 201, það virðist vera fínt hverfi annað en þetta húdd sem ég bjó í, gatan mín var nebbla að breytast í nett húdd sko þannig að það er gott að vera farin þaðan :)  Fyrsta nóttin gekk bara ágætlega reyndar vildi Kúkí ekkert sofa þarna þannig að ég held að hann hafi ekki sofið mikið í nótt en... Rosalega er leiðinlegt að þurfa síðan að taka allt upp úr kössunum og finna góða staði fyrir allt, í gær fattaði ég að ég átti engin föt til að fara í vinnunna en á endanum fann ég eitthvað en það er svo mikil poka lykt af peysunni að ég er að kafna og í gærkvöldi þá fann ég kelloggsið og mjólkina en gleymdi að finna skál og skeið, þannig að í morgun þurfti ég að leita og á endanum sat ég uppi með einhverja bláa plastskál og sósuskeið sem var mjög erfitt að meðhöndla, það sem mar leggur ekki á sig fyrir Kelloggsið. 
Síðan er ég kannski að fara að kaupa bíl, eða ég er sko að fara að kaupa bíl en núna er ég búin að finna einn sem er fínn, eina sem ég get mögulega funið að honum er að hann er hvítur hef ekkert verið rosa heit fyrir þeim lit en mar getur ekki alltaf verið pikkí. 
Þannig að það er allt að gerast núna á mínum bæ.
 
Cheers


miðvikudagur, júlí 28, 2004

Flutningarnir miklu 

Jæja þá er komið að því, við fjölskyldan erum að flytja í kvöld, eftir 21 ár á sama stað.  Þessu var flýtt um einn dag þannig að allt á að gerast í kvöld, úff og það er ekkert smá get ég sagt ykkur.  En sonna er livet..
Þannig að næst þegar þið viljið koma í heimsókn þá er það nýja pleisið :)

Cheers

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Týndur  

http://visir.is/?pageid=380&AdID=394498

Ef þið hafið ekkert að gera í dag farið þá og leitið af honum Rascal, hann er vonandi einhvers staðar í salahverfinu og ratar ekki heim :(

 

 


This page is powered by Blogger. Isn't yours?