<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 24, 2006

Smá update 

Það var alveg rosalega rosalega gaman á tónleikunum sem við stöllur fórum á. Hef sjaldan skemmt mér jafn vel og á tónleikunum við Guðrúnu og Friðrik, þau voru svakalega fyndin sem ég bjóst ekki við og svo syngja þau nottla alveg rosa vel. Síðan var líka stuð á Ampop og ég var eiginlega að fatta að söngvarinn er alveg rosa góður söngvari, þetta var bara eins og playback. Allt í allt alger snilld og ég sé sko ekki eftir að hafa eytt peningum í þetta.
Annars allt bara same old same old, Jó Ruth komin á klakann og ég búin að segja henni slúður síðasta árs, af nógu að taka.
Síðan er bara skólinn, og ég er farin að kvíða all svakalega fyrir þessum prófum, ekki alveg að sjá þetta fyrir mér en.........
Svo bara djamm á morgun og svo kemur löng pása, enda nóg að gera í lærdómnum, próf eftir 3 vikur. Spurning hvort ég fái ekki fráhvarfseinkenni!!! er búin að vera asskoti virk í djamminu síðustu mánuði, verð að finna mér e-ð annað að gera á laugardagskvöldum. Einhver með hugmyndir????

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?