<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 13, 2004

Helgin í hnotskurn 

Fór á útgáfutónleika á föstudaginn, pabbi hennar Sigrúnar gaf henni 4 miða á einhverja tóneika með hljómsveit sem heitir Flavors, við nottla rosa svartsýnar á þetta ég var viss um að þetta væri enn ein Sóldögg eða hvað þetta heitir nú allt. En svo kom á daginn að þetta var bara hin fínasta hljómsveit spila sonna rokkaðar ballöður já bara rosa fínt sko, kom mér afskaplega mikið á óvart. En ég mæli bara með þessari hljómsveit söngvarinn syngur rosa vel og þetta bara í heild fín lög, var samt minnst að fíla lagið sem þeir eru að gefa út núna skil ekki afhverju þeir ákváðu þetta lag en..........
Síðan á laugardaginn dró ég litla fatlafólið út úr húsi gengur nottla ekki að vera bara inni, mar fær enga æfingu þannig. En þetta gekk allt bara vel við fórum að passa og á rúntinn og síðan í dúndur partý til Hrefnu en þar var nú alveg týpísk íslensk stemmning, gítar og söngur, og þær allar vel í því, gaman af því :) Og síðan bara heima að sofa snemma. Alltaf gott að eiga helgar þar sem mar er ekki að deyja úr þynnku, hreinlega þoli það ekki. Enda er ég búin að ákveða að from now on ætla ég að passa mig að drekka ekki þannig að ég verði dauð daginn eftir (tja nema sko í útilegunni).

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?