<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 19, 2005

Me and my lump 

Ég hef átt það til í fortíðinni að fá alls kyns skrítna sjúkdóma og kvilla sem aðrir á mínum aldri eða kyni eru vanalega ekki að fá. Og það er einmitt það sem gerðist um helgina. Fór á djammið á föstudag ekkert merkilegt, en ég fór með nýja eyrnalokka, þegar ég var á leið heim mjög snemma nb. þá fannst mér hægri vera orðinn rosa óþægilegur þannig að ég tók hann úr. Ok enn ekkert merkilegt en ég vaknaði um miðja nótt með þennan sársauka hægra megin í andlitinu og fann að ég var þokkalega bólgin, en hugsaði bara með mér að þetta væri e-ð ofnæmi fyrir eyrnalokkinum og myndi fara. Þetta var ennþá þegar ég vaknaði og þegar ég sagði múttu frá þessu þá sagði hún mér að fara á læknavaktina, dró Sigrúnu með þangað og fékk að vita það að ég væri með vírussýkingu í munnvatnskirtli. WHAT????? Var e-ð að reyna að spyrja lækninn hvernig mar fengi það en hún svaraði ekki mikið hún leyfði mér eiginlega bara að halda að þetta væri eyrnalokkinum að kenna. Ok fékk sýklalyf og átti að lagast á 12 tímum. En þetta lagaðist ekkert þannig að daginn eftir fór ég aftur og fékk þá þau svör að þetta gæti tekið 2-3 daga var þá nb. komin með hita og læti líka, fékk þá fleiri pillur fyrir sársaukanum sem þessu fylgir, en fékk líka að vita að þetta kæmi ekki út af neinu spes, ég væri bara óheppin. Já held ég hafi heyrt þetta oftar en einu sinni sagt við mig inn á læknastofu, alveg komin með nóg af þessu rugli. Annars er ég bara núna með þennan dágóða lump út úr andlitinu á mér, ég sé þetta nottla miklu betri en hinir og er nett að missa mig yfir þessu enda er þetta viðbjóður.
Já svona skemmtileg var helgin mín.

Cheers
Sigga & The Lump

This page is powered by Blogger. Isn't yours?