<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 23, 2008

ÚtlandaSigga is back... 

Já eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir þá ELSKA ég útlönd, hef reyndar verið í djúpri útlandalægð ef svo má að orði komast. Þetta hefur líst sé þannig að mér hefur alveg þótt gaman í útlöndum en alltaf hlakkað til að komast heim, sem er nb. frekar ólíkt mér. En ég held að þessi tími sem hefur staðið núna yfir í u.þ.b. 2 ár sé liðinn, jeiiiii :)
Var nottla í Köben síðustu helgi í heimsókn hjá Sellu og svo í Arhus hjá Hrefnu og Tanyu, og eftir þetta þá vildi ég bara ekkert fara heim. Við skemmtum okkur nottla rosa vel en ólíkt öðrum útlandaferðum mínum þá var ekki mikið um drykkju, nema á föstudagskvöldið sem má kannski líkja við 2-3 daga drykkju, heheheheh en allt endaði vel sem er gott :) þessi ferð saman stóð mest að tjilli með góðu fólki, labbi og nottla smá búðarrápi. Þannig að þar sem ég er aftur komið með útlandasýkina, þá langar mér helst bara í masterinn núna, ætla samt ekki strax en hummmm......pæling.
Get bókstaflega ekki beðið eftir bakpokaferðalaginu mínu og Elvu, sem er eftir 2 1/2 mán. og Roskilde sem er eftir 5 mán. þá meina ég bara GET ekki beðið sko :) En þarf að róa mig aðeins niður held ég, þegar mar er með vott af AD eða HD þá er það svoldið erfitt sko.
En allavegana vildi bara deila þessum nýju upplýsingum með öllum lesendunum sem ég held að séu komnir upp í svona kannski 4, er nebbla rosa ánægð að hafa fundið aftur útlandaSiggu :)
Annars er það Palli í kvöld, vúhú bara gaman :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?