<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 30, 2008

Skulen 

Þá er skólinn byrjaður eða tja já nokkurn vegin byrjaður, fimmt. og föstud. voru nettir kynningardagar. Rosa gaman fórum á djammið bæði kvöldin en ég og Erla Dögg tókum bara á því í gær og svona líka, heheheheheh, bara gaman að því:)
Líst rosa vel á skólann og námið og jújú hitt fólkið í bekknum, fullt af strákum sem ég bjóst ekki við og eins og flestir í Danmörku þá eru þeir flestir sætir, alveg hreint ótrúlegt, það er bara eins og allir Danir séu sætir, sem er gott :) Reyndar eru margir í bekknum yngri en ég, flestir svona á bilinu 23-26, þannig að ég er í eldri kantinum ekki það að ég sé ekki nógu mikil gelgja til að vera á sama leveli og þau, hef allavegana ekki fundið neinn mun. Við erum sem sagt 4 Íslendingar í bekknum, bjóst svo sem við því annars eru þetta mest allt Danir eða Norðmenn.
Þannig að það er allt að gerast, erum að klára að koma okkur fyrir, Telma mætti loksins í gær þannig að við erum allar komnar í kotið:)
Svo er mar nottla að massa dönskuna, hef talað fullt t.d. í búðum og strætó, bara byrja hægt svo kemur þetta allt hjá manni, sýnist það, svo er ég sko rosa góð í dönsku eftir eins og 4 bjóra ;)

Cheers

mánudagur, ágúst 25, 2008

Nóg að gera 

Fór í massa innkaupaferð í dag í rúmfatalagerinn og IKEA, vorum þarna inni í 6 tíma sem liðu eins og 2, vorum allavegana búin þegar við settumst loksins niður. Held ég hafi líka aldrei vitað annað eins þegar ég var komin með drasl af lagernum á kerru og Jó líka og svo vorum við með aðra kerru með alls konar drasli, áttum sem sagt fullt í fangi með að ferðast með þetta, hehheheh:)
Á morgun mun ég því byrja á því að setja þetta allt saman og koma nýja fína rúminu mínu fyrir og svollis, rosa stuð. Munum reyndar byrja nottla á því að þrífa allt hátt og lágt. Já nóg að gera hjá okkur hér á RBG.
Annars er bara komin spenna í mann fyrir skólanum sem byrjar á fimmtudaginn, hefst á einhverri kynningu sem er stendur yfir í 2 daga og endar á einhverri siglingu, og ég vona djammi :) Á það sko inni, fór ekkert út síðustu helgi, því það var svo mikið sudda veður.
Nú á ég sem sagt bara eftir að kaupa mér eitt flott stykki hjól :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?