<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 14, 2004

Ferðin mikla hefst á morgun 

Jæja þá er komið að því, á morgun er ferðin mikla. Við erum búnar að bíða lengi eftir þessari stund og nú er hún næstum því runnin upp :) Á morgun á þessum tíma verðum við komar með einn kaldann og einn reddara, úff get ekki beðið eftir reddaranum, besti drykkur í heimi. Ætla nú reyndar að passa mig á því að verða ekki mjög mikið drukkin, flug daginn eftir og sonna og svo vill mar ekki verða sér til skammar í Jónshúsi þar sem við þekkjum ekki sálu, reyndar eru þetta allt Íslendingar og við vitum nú hvernig þeir eru á fylleríum, en ég tek enga sjensa :)
Annars er bara greinilegt að sumarið er komið hér á klakanum, því að köngulóin sem er alltaf fyrir utan gluggann minn er komin. Mér til mikillar óhamingju þá hangir hún þar fyrir utan sem leiðir til þess að þessi gluggi er aldrei opnaður á sumrin, ekki gott þar sem þetta er eini glugginn á herberginu mínu en ekki mikið að gera í því. Þetta er greinilega mjög góður staður því að þetta er nottla ekki sama köngulóin ár eftir ár, því ég og pabbi höfum drepið nokkrar en þegar það gerist erum við bæði öskrandi, enda bæði óstjórnlega hrædd við þær. Kannski hefur þetta borist út í köngulóarsamfélagið og það er bara þannig að sú sem er fyrst á vettvang fær þennan góða stað, en samt ekki vegna þess að þær eru oft drepnar, kannski eru þessar köngulær sem vilja þennan stað í sjálfsmorðshugleiðingu eða eitthvað, anyways nóg með þær.... :)

Sjáumst bara þegar ég kem heim. Góða skemmtun á júrovisjónkvöldið :)

Hej hej

þriðjudagur, maí 11, 2004

Vinnan komin í hús :) 

Vú þá er mar loksins komin með sumarvinnu var virkilega farin að panika en í gær þá hringdi ég í konuna hjá landsbankanum sem ég er búin að vera í bandi við og fór síðan til hennar og svo hringdi hún í mig 20 mín síðar :) Smá hængur á þessu öllu er að vinna í Hafnarfirði.... en þetta er nú samt vinna. Síðan er þetta útibúið þar sem Gunnar útibússtjóri er það er sko maðurinn sem ég var að vinna hjá í Búnaðarbankanum hér um árið. Hann er semsagt kominn í landsbankann og ég aftur hjá honum og fleira fólki sem var á Esju, sem er mjög gott því að maðurinn er snillingur rosa fínn maður. Og ekki nóg með allt þetta þá getur farið svo að ég fái framhald í Landsbankakeðjunni í haust, því ég hef nottla ekkert að gera í haust.
Köben bíður síðan eftir okkur Sigrúnu ekki nema 3 dagar í þetta sem er nottla ekkert, síðan eru m&p að fara á morgun til Germany, þannig að þá verð ég 4 barna móðir :)

En núna er bara allt í voða gúddí hjá mér, loksins :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?