<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 04, 2005

Hitt og þetta 

Ekki mikið í fréttum hjá mér, bara mest að tjilla og svo passa frænkurnar, ég lendi alltaf í því að þegar ég er ekki að vinna eða nýkomin frá útlöndum þá er e-ð vesen með frænkur mína. Og núna er það að það er alltaf verið að loka deildum á leikskólanum af því að það vantar svo mikið af starfsfólki þannig að ég hef passað, það er sko svoldið erfitt nb. að passa þessar 2. Ekki létt verk, og get ég sagt með fullri vissu að ég mun íhuga barneignir vel og vandlega þegar að því kemur (sem er langt í sko en..)
Allavegana þá eru ég og Sigrún núna að reyna að vera rosa menningarlegar, höfum farið á einn menningaratburð, enda þetta nýtilkomið. Fórum á tónleika í þjóðleikhúskjallaranum, þetta var einn að atburðum tengdum djazzhátíðinni. Þetta var bara fínt, svoldið nútímalegt en... síðan var japönsk kona sem spilaði á víbrófón sem mér hefur lengi fundist áhugavert, þannig að það var skemmtó, nema að ég sofnaði næstum enda ekki annað hægt, alveg dimmt inni og þetta svona rosa rólega og easy listening tónlist. Ætlum að fara að stunda þetta og myndlistarsýningar og þannig:)
En fannst engum gaurinn í bachlornum allt og dramatískur, ég gat varla horft???? Hann sagði t.d : svooooo var fariiiiðððð í feeerð tilll...... (með dramatískustu rödd ever) og hallaði svo hausnum alltof mikið til hliðar þannig að það kom huge undirhaka. ÆÆÆIIIII ekki alveg að fíla þennan gaur.

Cheers.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?