<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 18, 2006

Hundamamma 

það er sko ekki tekið út með sældinni að vera 7 hunda móðir. Díses þetta verður bara meira vesen eftir því sem árin líða. Í nótt þá vaknaði ég við það að hann Gáski Geysir er að klóra í hurðina mína og þar sem hann er elliær þá þarf að sinna honum vel. Ég hleypi honum út en þá fær hann eitt flogakast svona í leiðinni, ég alveg fokk fokk fokk, hleyp út í náttaranum og er þar þangað til kastið er búið svo komum við inn og í herbergið mitt og þá fær hann annað og miklu verra en hitt og pissar á sig og alles og lyktin, guð minn góður, svakalegt. Svo var hann nottla alveg ruglaður, labbandi á veggi og dettandi og ég á eftir að reyna að gera e-ð. Svo lagaðist þetta svona um leið og ég þurfti að vakna til að fara í vinnuna. Ok, það búið en svo er Andreas líka búinn að vera veikur og lagast og svo veikur aftur, þannig að mútta sagði að við þyrftum að fara til læknis, þannig að ég fékk frí í vinnunni, þá kom í ljós að það þyrfti að svæfa hann til að taka einhver sýni, þvílíkt vesen. Svo eftir þetta þá þurfti að baða Gáska því allt húsið stínkaði og eftir það ryksuga og skúra og besti parturinn týna skítinn í garðinum, ojjjj hata það allt blautt og ógeðslegt.
Mæli ekki með því að eiga 7 hunda, það er nottla bara ruglað fólk sem á svoleiðis.

Hundakveðja

This page is powered by Blogger. Isn't yours?