<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 13, 2008

Nýjasta nýtt frá CPH 

allt bara fínt að frétta, við í kommúnunni erum ekki enn farnar að slást og ég er bara nokkuð viss um að það muni e.t.v. ekki gerast...sem er gott.
Annars er fyrsta prófið mitt hér búið, það var mjög skemmtilegt 20 mín. munnlegt próf þar sem Sigríður stamaði nokkur svör greinilega rétt því ég náði því með 2, vúhú!!!!!!! Var ekkert ofur sátt en miðað við hvernig þetta gekk þá kom þetta ekkert á óvart. Næst er svo ritgerð og síðan eitt próf í desember, og svo bara heimferð 18 des. verð heima í 5 vikur, þannig að ég hef nóg að gera að vinna í hundabúðinni (get ekki sagt annað en að ég sé strax farin að hlakka til.....)
Svo er danskan að koma svona hægt og rólega, fór í tíma í ræktinni um daginn og það áttu að vera tveir og tveir saman og ég reddaði því alveg, frekar stolt sko :)
Átti einnig gott móment um daginn þegar Gústi og Björg buðu okkur í mat og við skelltum okkur öll uppábúin upp á hjólin og brunuðum af stað og Sesselja með eftirréttinn á bögglaberaranum, mér fannst það smá munur á því hvernig mar ferðast í heimboð á Íslandi. Bara gaman að hjóla:)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?