<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 30, 2008

Update 

Jæja þá eru heilir 13 dagar í klakann, get ekki beðið eftir að komast heim til m&p og hundanna, svo kósý :)
Annars er Rakel búin að vera hjá okkur í heimsókn, búið að vera rosa gaman hjá okkur stöllum. Höfum brallað ýmislegt mjög skemmtilegt, lentum t.d. á mjög svo skemmtilegu óvæntu djammi um daginn og ég get ekki sagt annað en það var áhugavert. Svo var í gær jólamatur á RBG, vorum með hamborgarahrygg og purusteik og alles með því, alger snilld. Svo héldum við þetta líka fína partý eftir matinn, fullt af fólki og stuði.
Svo er ég nottla búin að vera að stússast fyrir jólin, reyna að gera heimilið okkar smá jóló, föndraði aðventukras og tvo krasa á hurðirnar hjá okkur, kaupa jólagjafir og alls konar jólastúss, elska jólin....mættu alveg vera í lengri tíma.
Núna þarf mar svo að fara að læra fyrir síðasta prófið í skólanum og svo bara heimferð, VÚHÚ...

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?