<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Flutningar....... 

já já þá er mar bara að flytja til útlanda officially, eða kannski telst Köben varla sem útlönd svo mikið að Íslendingum þar en samt. Er sem sagt komin inn í skólann :)
Fékk reyndar þá meldingu að ég væri ekki með nógu marga HRM áfanga sem gerði það að verkum að ég var á leiðinni yfir móðuna miklu úr stressi, nb. mátti ekki við því, því ég var svo stressuð fyrir. Fór svo upp í skóla og þá kom það í ljós að þetta var bara vitleysa hjá þeim, úfffff og ég að fríka út, hehhehhehe, allt reddaðist að lokum :)
Skelltum okkur því næst á Roskilde, og skemmtum við okkur vel, sáum nokkrar hljómsveitir, reyndar færri en stóð til en..........get ekki sagt annað en að þessi ferð gerði mér það fullkomlega ljóst að ég er gömul kona. Nenni ekki og fíla ekki að sofa í tjaldi í viðbjóðslegum hita og nota kamra, nei nei alls ekki minn stíll. Okkur tókst þó að gista 2 nætur í tjaldinu og finnst mér það vel af verki staðið :) En á næsta ári þá verður bara gist í Köben.
The Streets stóð algjörlega upp úr frá mínum bæjardyrum séð, komnir í topp tíu af þeim bestu tónleikum sem ég hef séð, snilllddddddddddd :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?