<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 19, 2008

Já Já............ 

Já tíminn líður og enn erum ég og Jó að bíða eftir svarinu ógurlega, jamm áttum að fá það 15 júní en það hefur nú dregist til 27 júní, FRÁBÆRT alveg hreint. Þannig að við bíðum spenntar á hverjum degi, því það gæti verið að þeir yrðu á undan að senda þetta, einmitt, hehehheh:) En þetta kemur allt í ljós bráðlega, allir að krossa putta að við fáum báðar inngöngu ekki bara önnur, myndi fríka gjörsamlega út ef það myndi gerast. Er reyndar búin að fatta að ef við komumst ekki inn eða ég kemst ekki inn þá get ég bara skundað upp í CBS þegar ég fer á Roskilde og grenjað í þeim og sagt þeim að ég sé klassa nemandi og allt það, held það muni sko alveg ganga:)
Annars er þetta eiginlega það helsta sem er á dagskránni núna og nottla Roskilde, kominn svoldill spenningur í okkur, sumar meira en aðrar. Lenti í því um daginn að Jó Ruth fór að tala þvílíkt um þetta og meðan samtalið leið og leið og hún talaði og talaði um það hvað við þyrftum að kaupa og lalalal hún var sko komin út í það hver ætlaði að halda á hverju og var eiginlega að ath. hvort ég vissi ekki hvað sólstólar kostuðu í rúmfatalagernum í Köben, hehehehheeh ég missti mig og spurði hvernig í ands..... ég ætti að vita hvað sólstólar í rúmfatalagernum í Köben kostuðu, þá áttaði hún sig á ruglinu. Enda með mastersgráðu í rugli stundum þessi elska :)

Hvernig væri svo að kommenta fólk......hummmmmmmmm

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?