<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 09, 2008

Honey I'm home........ 

heheheheh smá einkahúmor í gangi, en allavegana er mætt aftur á klakann heil á húfi og reynslunni ríkari. Get ekki sagt annað en að þetta hafi verið snilldar ferð í alla staði, skemmtum okkur allavegana konunglega, lentum í ýmsu skemmtilegu en engu mjög alvarlegu.
Ferðin gekk vel, við komumst alltaf á þá áfangastaði sem við ætluðum á klakklaust þannig séð, og við vorum ekki rændar :)
Þó voru nokkur atvik minnisstæðari en önnur og verð ég að segja að þegar e-ð frumskógardýr frussaði úr pissublöðrunni beint á mig, það stendur svoldið upp úr. Þetta var hið skemmtilega dýr mountain cow, og hún pissar eins og úðari, varið ykkur á þessu dýri ef það verður á vegi ykkar einhvern tímann. Við hlógum nú bara að þessu enda ekkert annað hægt að gera.
Einnig þegar við fundum sporðdreka í litla sæta kofanum okkar og Elva öskraði á mig HLAUPA HLAUPA, það var magnað, okkur var síðan bent á það eftir á að við værum sko í frumskóginum.............
og síðast en ekki síst þegar ég vaknaði við það þegar frekar myndarlegur kakkalakki datt á mig í svefni, hélt að það gæti ekki gerst því ég svaf í moskítóneti, en það var greinilega mjög götótt því þarna var hann, HRESS!!!! ég og Elva ekki alveg jafn hressar. En Elvus náði honum og trampaði á honum en svo kom einhver kall frá hótelinu og fór að hjálpa okkur. Hann var nú meira að reyna að þukla á okkur, hehehhehh, fékk hann bara litterally inn á mig og Elva fékk einn góðan og blautan koss frá honum á hálsinn, bara skemmtilegt. Náðum svo að henda honum út og öðrum kakkalakka en þá kom hann bara aftur með annan kall, mér tókst á minni frábæru spænsku/ensku að afþakka allt sem þeir buðu okkur og loka hurðinni á þá, við hlógum líka að þessu eftir á, þýðir ekkert annað :)
Enduðum svo ferðina á yndislegri eyju í Karabískahafinu (bókað yndislegri í góðu veðri) þar sem einungis 1,300 manns búa og við ætluðum sko að tanna rosa mikið þar áður en við kæmum heim því við vorum eiginlega ekkert brúnar, en þá kom bara rigning og meiri rigning. Náðum 1 og hálfum tíma í skýjuðu veðri með nb. 30 sólarvörn en samt tókst okkur að skaðbrenna á bakinu, en þar sem það var hvort sem er rigning þá misstum við ekki af neinu þar.
Tókum svo shoppingið á þetta í Boston og þræddum búðirnar eins og enginn væri morgundagurinn :) En við vorum rosa ánægðar að komast loksins heim, alltaf best heima. Nú er bara að muna það hvað mar hefur það rosa gott á þessu landi, ætla að reyna að segja mér þetta á hverjum degi og gleyma þessu ekki.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?