<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 08, 2008

Svo spennt.......... 

Get ekki sagt annað en að tíminn líði of fljótt, styttist ekkert smá í ferðalagið okkar Elvu, enda erum við orðnar ROSALEGA spenntar. Bakpokinn kominn, sem mér fannst reyndar vera á stærð við skólatösku þegar ég sá hann, en þar sem ég þarf að bera þetta á bakinu þá má þetta örugglega ekkert vera neitt stærra (svo segir Elva allavegana) svo keypti ég lakpoka um daginn. Myndi segja að það væri algert möst, vissi ekki einu sinni að það væri til enda var ég lítið að pæla í þessu, en Elva er svo séð :) Þannig að við erum eiginlega bara tilbúnar að skella okkur, eigum reyndar eftir að plana þetta betur og finna okkur einhverja gistingu en það gerist allt bráðlega. Svo var ég að frétta að við erum að fara í Tequila Train í Mexíkó sem fer í einhverjar tequila verksmiðjur, OMG hvernig ætli það endi, hef ekki getað drukkið þetta frá því að ég óverdósaði á þessu þegar ég var lítil, en það kemur í ljós :)
Hugsa eiginlega ekkert um neitt annað en þessa ferð þessa dagana enda frekar stutt í hana, og þar sem bikiníið nálgast hratt þá verður mar sko að taka feitt á því. Það er nebbla svoldið fyndið að þegar fólk í vinnunni og svollis er alveg, já rosa ertu duglega í ávöxtunum, þá er ég alltaf, já já þýðir ekkert annað þegar mar er að fara í bikíní með Elvu, og fólk (konurnar) eru alveg JÁ úfffff skil þig, HAHAHAHAHHA bara fyndið :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?