<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Meiri útlönd 

Jámm þar sem ég á svo mikið frí inni í vinnunni, errrhmmmmmm :) þá er ég búin að plana nýtt frí það hefst 9 maí og lýkur 3 júní. Já já ég og Elva Glitnis erum að fara langt í burtu, byrjum á Mexico, svo er ferðinni heitið til El Salvador, Guatemala og endum í Belize, eða réttara sagt Boston. Fljúgum þaðan, ég er að springa úr spenningi yfir þessu, þetta verður bara ævintýri. Ég þarf að læra fullt af nýjum hlutum sem er alltaf gott t.d. að sofa með fullt af fólki í herbergi (verður erfitt því ég sef bara í dauðaþögn), ferðast með sama sem engan farangur og ég efast stórlega um að sturtuaðstaðan verði góð, en ég hef bara gott af þessu. Er reyndar alveg komin yfir klósettfóbíuna eftir Kína (nb. klósettin á 11 eru miklu verri en í Kína) þannig að ég verð svaðaleg eftir þessa ferð, þá verður Roskilde bara pís of keik :)
Svo er mar nottla að fara til Sellu og Hrefnu í næstu viku, úfff I love my life :)
Nú þarf ég bara að finna mér vinnu þar sem mar fær svona 40-50 frídaga en ekki skitna 25, eða mann með fullt af peningum hummm.........

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?