<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 02, 2008

2008 

GLEÐILEGT ÁR!!!!!

Árið 2008 er þá komið sem þýðir það að ég á afmæli eftir nokkra daga, alltaf gaman að því, hefur reyndar dalað frekar mikið á seinni árum þar sem ég hef miklar áhyggjur af aldrinum mínum. Vildi að ég væri bara róleg yfir þessu en ég bara er það ekki og ætla ekki einu sinni að reyna að ljúga því að fólki að mér sé alveg sama og að ég sé bara ung í anda, það er bara krapp :) Hélt alltaf að þegar ég yrði orðin eldri en 25 ára þá yrði líf mitt ekki eins og það er í dag, ekki það að ég dýrki ekki líf mitt sko. Geri allt sem mig langar til þegar mig langar til þess og það er ekkert vesen, en get ekki sagt annað en að ég er komin með smá, bara pínkulítinn leiða á þessu djammi og öllu ruglinu sem fylgir því. En þar sem ég og Jó Ruth erum með háleit markmið á árinu 2008 sem verða framkvæmd nb. þá verðum víst aðeins að draga okkur í hlé frá þessari svaðalegu drykkju sem fylgir okkar djömmum, en það verður bara gaman :)
Annars átti ég bara góð jól og áramót, var reyndar með sítt ljóst hár á áramótunum sem sló í gegn sem er gott þar sem ég ætla að verða ljóshærð á árinu 2008, hendi þeirri mynd nú kannski hér inn við tækifæri. Svo sjáið þig mig nú líka í sumar með ljósulokkana, Tulla ætlar líka að verða ljóshærð þannig að þetta verður bara forvitnilegt, hlakka nett til. Þá get ég gert óformlega könnun á því hvort að ljóshærðar stelpur skemmti sér betur en dökkhærðar, mun láta ykkur vita hvernig það gengur.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?