<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 10, 2007

Mánaðarblogg 

Held að ég verði kannski bara svona einusinniímánuðibloggari, enda virðist ég ekki hafa nógu mikið að tjá mig um.
Annars erum ekki mikið að gerast bara vinna í nýju vinnunni sem er rosa fín, alltaf e-ð skemmtilegt að gerast þar sem er gott :) Svo er mar á fullu í jólaföndrinu, skal klára þennan jólasokk á þessu ári, því á næsta ári mun bíða mín miklu stærra verk. Haldiði að ég hafi ekki síðan bakað um daginn þessar líka rosa góðu smákökur (nb. alveg sjálf) og m&p fannst þær góðar sem er gott. Þannig að það er greinilegt að ég er góður kvenkostur, ég sauma og baka, heheheh. Fannst reyndar hundleiðinlegt að baka, hélt nebbla sko að þar sem mér finnst leiðinlegast að elda þá fyndist mér kannski gaman að baka, en nei það er líka leiðinlegt, nema kannski þegar mar er að gera þetta með einhverjum öðrum, allavegana skemmtum ég og Heiða okkur konunglega við að baka fyrir nokkrum árum.
Síðan er bara fjöldi tónleika fram undan fór með m&p á Bó á laug og það var geggjað, svo eru það vínartónleikarnir og Bubbi í jan, allt með m&p. Það er nebbla alveg æðislegt að vera 27 ára með m&p á tónleikum þegar mar hittir fólk sem mar þekkir og það er EKKI með sínum m&p og ef það er með m&p þá er það samt líka með makanum, GEGGJAÐ. Fannst þetta ekkert mál um daginn en síðan þegar þetta gerðist þá var ég alveg jessss greit, en ég verð komin í æfingu í jan :) Ekki það að mín m&p séu ekkert annað en snillingar samt bara spes.
Svo á ég miða á Hróa 2008, við keyptum okkur miða um daginn, get ekki beðið held þetta verði algjör snilld, allavegana miðað við minn eina dag í fyrra þar sem ég fékk smjörþefinn af þessu þá held ég að þetta geti ekki klikkað. Hef smá áhyggjur af tjaldsvefni í alltof margar nætur og sturtuveseni, því ég ELSKA sturtur. Held ég meiki klósettaðstæðurnar eftir kína, lærði margt þar, en sturturnar, úffffff. Kemur í ljós, veit bara að það verður gaman :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?