<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 17, 2007

Loksins loksins 

fór ég í það verkefni að fá mér hund..................nei ok ekki fá mér hund en sponsora einn, hér er mynd af krúttinu:) Hann er rosa sætur og heitir Harvey og er 7 ára, mæli eindregið með því að þið sponserið líka einn, rosa góður málstaður, þetta er heimasíðan: http://www.dogstrust.org.uk/ og þetta er ekki nema 1 pund á viku, sem er nottla ekki neitt og ég veit að þið getið öll misst einhvern 600 kall á mán. erum að tala um einn bjór, það er nú ekki neitt sko.
Það eru alls konar hundar þarna, en ég valdi einn sem má ekki heimsækja (þar sem hann er mjög stressaður og hræddur við fólk, vil ekki einu sinni byrja að hugsa um það sem hann hefur lent í OMG, meika það ekki, think happy thoughts núna), því ég gæti það nottla hvort sem er ekki og hugsaði með mér að leyfa fólkinu sem gæti heimsótt þá að taka þá hunda. En núna líður mér sko miklu betur, búin að gera eitt góðverk í dag:)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?