<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 25, 2006

8 gæludýrið á heimilinu... 

er hin mjög svo skemmtilega húsfluga Rósa. Hún Rósa er alveg hreint ótrúleg, hún kemur og tekur á móti manni þegar mar kemur heim, hangir yfir manni þegar mar borðar, tekur mjög virkan þátt í lærdómi mínum og um daginn kom hún með mér inn á klósett og var að tjilla meðan ég var í sturtu og svoleiðis. Það eru margir búnir að reyna að drepa hana Rósu, Andreas og Patti hafa gert mjög svo góðar tilraunir og ég frétti að hún Anika frænka mín hefði líka reynt að ná henni og sjálf hef ég nú bankað oft í hana á flugi, en hún bara drepst ekki. Mamma er greinilega búin að tengjast henni sterkum böndum, og vill hún því alls ekki að við séum að reyna að drepa Rósu.
Spurning hvort hún þrauki veturinn af, ég held nú ekki og persónulega vonast ég til þess að hún fari að hrökkva upp af.

Annars vil ég bara koma því að framfæri að þið eruð leim kommentarar, veit t.d. að hún Sigrún kíkir hingað inn daglega en kommentar aldrei hummmmm ekki nógu gott!!!!!

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?