<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 02, 2006

Heppin.... 

já ég hef ekki verið talin mjög heppin, en í morgun tókst mér samt að vinna 2 vikna sjálfsvarnarnámskeið fyrir tvo, hjá sjálfsvarnarskólanum. Þetta heitir e-ð Jiu Jitsu og ég veit ekkert hvað það er, en ég og Jóhanna hí ætlum að skella okkur í þetta, tökum nokkur svona skipti í staðinn fyrir að skella okkur á æfingu, held nú reyndar að þetta sé ekkert auðvelt, þannig að þetta kemur svona frekar í staðinn fyrir æfingu:)
Annars er farið að styttast all verulega í Berlín, ekki núna á föstudag heldur næsta, vúhú!!!!
Svo fór mar nottla á ballið með Á móti sól og Dilönu, og þvílíka snilldin, hef sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég og Sigrún misstum okkur á dansgólfinu, hoppuðum eins og brjálæðingar og sungum hástöfum með lögum sem við kunnum t.d. ekki textann við, bara gaman. Vorum síðan alveg búnar á því og komnar heim um 3, það er rosa gott að fara svona snemma heim, enda áttum við alveg mjög svo fínan dag á sunnudag. Í fyrsta sinn í lagan tíma eyddi ég honum ekki uppi í rúmi að drepast úr þynnku. Held ég reyni að gera þetta oftar, rosa gott (legg áherslu á orðið reyni).

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?