<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

In the ghetto.... 

já hver hefði haldið að ég byggi í gettóinu hér á Íslandi, hummm allavegana ekki ég sko. En þar sem ég er einstaklega heppin manneskja þá varð ég fyrir því hræðilega atviki að bíllinn minn var rispaður on pörpös. Var loksins að fara að þrífa kaggann (ekki gert það frá því ég fékk hann) og erum við systkinin komin á bílaþvottadæmið og Jói farin að þrífa og þá segir hann svona mjög rólega. Bíddu Sigga hvað er þetta??? Ég alveg, ææiii hann er að grínast en svo kem ég og OMG haldiði að það sé ekki risa rispa eftir fokkings næstu öllu skottinu, þessi rispa er svona hálfur metri held ég. Allavegana ég nottla trylltist, en náði að róa mig. Svo komum við heim og ég fer að segja pabba þetta og hann alveg já minn var líka rispaður, ég alveg WHAT og hann svo rólegur. En þá er hans rispa sko ekkert, svo kom löggan og tók skýrslu og svo þarf ég að borga þetta, einhver sjálfsábyrgð á bílnum en ég held og vona að þetta kosti nú ekki svo mikið.
En ég sem hélt ég byggi í svaka úthverfi þar sem ekkert gerðist, NEI greinilega ekki. Er mjög pirruð á þessu ennþá skil ekki hver myndi gera svona, löggan sagði að þetta væri einhver sem væri abbó út í nýja bílinn minn, ég sagði að hann væri ekki svo flottur, þá sagði hann en þetta er kannski einhver fátækari manneskja, ég alveg já einmitt og ég er svo rík. Málið er bara það að það eru engar afsakanir fyrir þessu, ENGAR........endaði svo bara kvöldið á að fá mér bjór og reyna að gleyma þessu, það tókst um kvöldið en því ver og miður mundi ég þetta daginn eftir.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?