<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 17, 2006

Eyjar 2006 


Nú er sumarið bara að fara að verða búið (eða næstum því) get nú ekki sagt að þetta sé búið að vera mikið sumar, er búin að vera alveg brjáluð yfir þessu veðri. En einmitt um daginn þegar ég var í vinnunni og rigningin barði á gluggana og ekki var hægt að opna glugga sökum vinds þá varð mér hugsað 3 ár aftur í tímann. Já fyrir 3 árum var ég í hita og sól alla daga stanslaust í 2 mán. og spókaði ég mig mikið á t.d. þessari strönd, ummmmmmm það var æðislegt. Mig langar aftur. En ég held ennþá í þá litlu veiku von um að þetta muni allt breytast til batnaðar. Bjartsýnin alveg í hámarki.
Annars styttist óðfluga í Eyjar og get ég með sanni sagt að það er komin spenna í mannskapinn, var að frétta að ég er að fara með 25 stelpum til Eyja og segi ég því eins og Jó hí, afhverju gátu þetta ekki verið 25 strákar en...... við munum svo vera allar í eins peysum sem er verið að prenta núna, þannig að þetta verður alveg svaka stuð og nettur prófsteinn á hve lengi ég get verið í útilegu án þess að snappa!!!! Held ég taki bara svoldið mikið af vodka með, hummmmm.......

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?