<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 08, 2006

Update 

Þá er fyrsta ferðalag okkar Peppers búið, og þvílíka snilldin. Gistum á þessu líka rosa flotta gistihúsi sem hefði ekki getað verið nær djamminu (mjög góður kostur), skemmtum okkur allar vel og erum strax farnar að plana næstu ferð. Laugardagurinn var svo toppaður með því að Greifarnir gistu á sama gistihúsi og við, og get ég sagt ykkur það að eftir nokkuð mörg glös fannst okkur það ekki lítið fyndið, sérstaklega Sigrúnu;) En við eigum eftir að skella okkur allar saman í eina útilegu fyrstu helgina í Júlí og svo tekur Siggan nottla Eyjar í fyrsta skipti, heheheh það á eftir að vera fyndið. En ég ætla að reyna þetta og ég hef sko alveg trú á því að ég geti verið í tjaldi í 3 nætur, er reyndar svona nett stressuð yfir því að það verði stanslaus rigning en hugsa um það seinna....
Svo er Jó hí bara búin að beila á afmælinu sínu, þannig að við verðum að finna okkur e-ð annað að gera um helgina, ég kom með þá snilldar hugmynd að skella okkur í golf og svo í pottinn, ummmm hljómar vel. Annars erum við búnar að fara einu sinni út að skokka, enda verðum við að fara að komast í form. Planið er að hlaupa 3 í viku og eftir 10 vikur eigum við að geta hlaupið stanslaust í 30 mín, sem er bara gott. Enda er ég með það stóra markmið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa einungis (einmitt) 10 km, þetta er svona planið sko, en málið er það að Glitnir borgar 3000 kall á hvern km þannig að ég fæ 30000 til að gefa í e-ð góðgerðarfélag. En eins og ég segi ef við meikum þetta ekki þá tek ég bara 3 km í rassinn:) Og ekki nóg með þetta heldur erum við nottla líka komnar í einkaþjálfun, þannig að við hljótum að lagast e-ð.
Svo er hann litli Patti kominn alveg til okkar og erum við þá aftur orðin 10 á heimilinu, hann er algjört krútt. Og svo er hún Hrefna loksins búin að koma þessu barni sínu út, og já eins og ég vissi þá var það stelpa, sem er alveg gullfalleg og pínulíti.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?