<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 22, 2006

Sumar The Peppers 

Ok, þar sem ég kemst ekki inn á Pepperssíðuna til að blogga þá blogga ég bara hér og vona að þið lesið þetta allar. Pepperssíðan er með einhverju dæmi um að skipta yfir í minnsirkus og ég ætla ekki að breyta þessu, kannski nennir einhver önnur því.
Allavegana Peppers skvísur eru sem sagt að fara að fjölmenna til Akureyrar 2-5 Júní þetta er svona extra löng helgi vegna annars í hvítasunnu, sem er nottla frábært. En mig langar bara að fá að vita hvað margar ykkar komast með í ferðina svo mar geti farið að reyna að finna gistingu og sonna. Látið vita í kommentin:)

Cheers

sunnudagur, apríl 16, 2006

Hvað var ég að spá 

er búin að vera að spyrja mig þessara spurningar síðustu daga. Var eiginlega búin að gleyma hvað það er leiðinlegt í prófum, sérstaklega þegar enginn annar er í prófum. Er held ég að verða kreisí, allir að djamma og rosa gaman en nei nei Sigríður bara heima að læra. Hef nú reyndar farið út og kíkt á stelpurnar og í golf í gær og ekkert lært á kvöldin en ég hef ekkert verið að skemmta mér sko. Þannig að þegar aðeins einn dagur er í próf ætla ég að kíkja út á lífið, nottla bara á bíl en samt:)
Var svo búin að gleyma hvað próf eru mikið ógeð, fékk líka ógeð á sjálfri mér þegar ég var búin að vera í gammósíum í 3 daga og einhverju ógeð við, ómáluð og með ekki lítið niðurklesst hár. Ég slugsaðist áfram eins og ég væri veik og múttan var bara farin að hafa áhyggjur. Þannig að ég tók mig á og núna er ég alltaf ágætlega til fara, gengur miklu betur þannig.
Annars er ég að passa 2 dýr, Lukku hennar Sigrúnar og Gulla hans Jóa, ætti kannski bara að gerast svona dýrapassari!!!!
Og nb. ég hef ekkert bréf fengið frá Smáralindinni, þannig að ég mun bara senda þetta aftur, þýðir ekkert annað vil fá svar við þessu. Þó svo að þetta hafi ekki verið á þeirra vegum var víst e-ð félag kúabænda eða e-ð, þá hefur Smáralindin veitt þeim leyfi til að hafa þetta. Mér finnst bara að þetta eigi ekki að viðgangast og ég vil fá svör. Læt ykkur vita um leið og ég fæ e-ð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?