<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 01, 2006

Boys will be boys 

Já var í skólanum áðan sem er ekki frásögu færandi nema að það sátu fyrir aftan mig einhverjir menn, ok, allt í lagi með það. En svo byrjar kennslan og þeir alltaf að tala saman og hlæja og svo hringir síminn hjá örðum og það er svona eitthvað hip hop lag og hann bara svarar, svarar, í miðjum tíma og bara að spjalla nett. Ok á þessum punkti var ég orðin frekar pirruð ég er sko komin þarna til að læra og ég glósa sko geggjað mikið get ég sagt ykkur og þetta var truflun í mínum eyrum. En svo hætta þeir svona eiginlega að tala og ég hugsa, díses einhverjir strákar á mínum aldri eða yngri sem eru ekki enn búnir að átta sig á því hvers vegna þeir eru þarna. Svo kom kaffi og ég náði að skoða þá, nei nei nei haldiði ekki að þetta hafi bara verið einhverjir gaurar svona á milli 35-40, HALLÓ, ætla þeir aldrei að grow up. Var sko algjörlega sjokkeruð á þessari hegðun.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?