<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Ruslatunnan okkar er lojal 

Já þetta byrjaði frekar skringilega kvöldið í gær. Við litla familíjan ákváðum að fara út að borða og í leiðinni ætlaði pabbi í ruslið. En allt í einu var ruslatunnan okkar ekki neins staðar. Okkur fannst þetta rosa skrítið en ok, tunnan týnd það hlýtur að gerast oft. Síðan pældum við ekkert í þessu en það skrítna var þegar við komum heim þá er tunnan bara komin á sinn stað. Eins og ekkert hafi í skorist, hummmmm skrítið!!! ég er með 2 tillögur um þetta dularfulla hvarf:
1. nágranni okkar hefur óvart fengið 2 tunnur og hefur ekki þorað að segja okkur það bara beðið eftir að við færum öll út.
2. ruslakallarnir hafa sett hana e-ð annað en hún bara ratað sjálf heim.

Svona er nú Kópavogur skrítinn:)

Cheers

þriðjudagur, október 25, 2005

Airwaves búið.. 

Þá er Airwaves búið og allt sem því fylgir. Þetta var sko þétt dagskrá hjá okkur, en þetta var mjög skemmtilegt. Vorum reyndar alveg komnar með nett ógeð á laugardagskvöldinu, enda kannski ekkert skrítið. Mæli allavegana alveg með þessu, held ég fari sko aftur næsta ár. Við mættum alltaf svo snemma að við þurftum ekki að bíða í þessum huge röðum nema fyrsta kvöldið þá biðum við og biðum og biðum og þegar við vorum loksins komnar fremst þá var hljómsveitin sem við vorum búnar að bíða spenntar eftir eiginlega að klára þannig að við skelltum okkur aftur á Nasa en röðin þar var nottla bara grín þannig að við fórum bara heim. En allt í allt var þetta bara skemmtilegt :)
Ekkert annars að frétta sko er bara að bíða eftir draumastarfinu, heheheheh nei ok ekki drauma en allavegana einhverju spennó. Ég bara þrífst ekki í umhverfi þar sem er ekki nóg að gera og fullt af actioni. Þannig að ég ætla að bíða og sjá aðeins lengur og ef ekkert gerist þá bara......uuuuuu geri ég eitthvað:)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?