<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 11, 2005

Klukktime 

Jæja nokkrir búnir að klukka mig þannig að here goes.

1. Ég vorkenni og grenja miklu oftar yfir því þegar e-ð er gert á hlut dýra í myndum en mannfólks (líka í teiknimyndum), get bara eiginlega ekki horft á e-ð sem dýr eru í. Veit alveg að þetta er allt í plati en....veit líka að það eru mörg dýr sem hafa það alls ekki gott og mér finnst það svakalegt. Held að þetta sé út af því að þau geta ekki varið sig með því að tala eða einfaldlega fara.
2. Verð alveg rosa rosa rosa reið þegar fólk gengur í fötum gerð úr dýrum, finnst þetta alger viðbjóður. Finnst þetta eins og og ég myndi stökkva út í garð skjóta næsta kött eða hund færi bara eftir hvort ég myndi sjá fyrst, fara heim flá hann og slengja honum um hálsinn á mér. NICCCEEEE.
Mér er alveg sama þótt þetta séu "villidýr" sem éta önnur dýr, það er bara náttúran, en þegar fólk notar þetta sem skraut, þá missir Siggan sko algjörlega álitið á viðkomandi og ég litterallí get varla talað eða horft á svona fólk.
3. Hef horft á nágranna síðan árið 1990, já þetta er eiginlega heilög stund hjá mér þegar þeir byrja og ég vil helst ekki missa af þætti. En ef svo gerist þá er það bara neighbours.com sem bjargar manni.
4. Hef aldrei æft neinar íþróttir í langan tíma. En ég spilaði á píanó í 7 ár.
5. Langar mjög mikið til Ástralíu, finnst þetta alveg svakalega heillandi land. Einn daginn mun ég skella mér þangað. Sé alveg fyrir mér nokkra surfara:) og svo má ekki gleyma að ég verð að fara til Melbourne og skoða allt sem tengist neighbours:)

Veit ég er svoldið kreisí í hlutum sem viðkemur dýrum, en svona er ég bara get ekkert að þessu gert:)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?