<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 29, 2005

Fegurðarkóngur 

Já haldiði ekki að það sé bara komin fegurðarkóngur í fjölskylduna, og ótrúlegt en satt þá er ég ekki að tala um mig. Nei hann Andreas litli bróðir vann hundasýningu sem haldin var um helgina og erum við fjölskyldan rosa stolt af honum :)
Annars er mar bara að hætta í vinnunni á fimmtudaginn og út á föstudaginn og svo bara tjilla og rólegheit í 12 daga. Er reyndar ekki komin með aðra vinnu en ég er nú að fara í viðtal á morgun, vona að það gangi bara upp. Frekar leiðinlegt að hanga heima endalaust. En svona er þetta, er svona að reyna að átta mig á því hvað ég fíla og hvað ég vil gera, veit ekki alveg hvort ég er að fíla það að vera viðskiptafræðingur, kannski er bara skemmtilegra að vera e-ð annað. Mun athuga þetta mál í sonna ár og ef þetta er endalaust leiðinlegt og ég sé ekki vonarglætu á að þetta breytist þá fer mar bara í e-ð annað, enda er ég ennþá ung:)
Annars er ég búin að bæta 3 við á blogglistann, það eru Erna og Kristín úr bankanum en ég kíki sko reglulega á þær, og svo er hún Jó farin að blogga mér til mikillar undrunar en í senn skemmtunar. Vertu nú svolið dugleg Jó.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?