<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Sætur 

Vildi bara segja hvað hann Bob í The Biggest Loser er svakalega mikið æði. Þið vitið þjálfarinn???
Vonandi verður hann aftur í næstu seríu:)
Fimmtudagur í dag, styttist í helgina sem betur fer.

Cheers

mánudagur, ágúst 15, 2005

Summary helgarinnar 

Fór í fyrsta golfmótið mitt og það var bara ágætt, lenti reyndar í hóp með svoldið gömlu fólki sem drakk ekki neitt (ekki sniðugt) og tók þessu frekar alvegarlega, voru sko að keppa í orðsins fyllstu. Allavegana þá skaut ég bara alltaf út í loftið, var sko að reyna að drífa þetta af, gekk ágætlega. Og loksins þegar þetta var búið þá þurfti ég nottla að drekka mikið enda orðin svakalega þyrst:)
Síðan var haldið á Players og drukkið meira en þar sem hin frábærlega leiðinlega hljómsveit á móti sól var að spila þá skellti ég mér í bæin með einni úr vinnunni sem var ekki heldur að fíla múskíkina, og fór og hitti stelpurnar á Prikinu. En þar sem ég var búin að vera að vinna 24/7 þá var ég bara svo þreytt að ég fór rosa snemma heim.
Daginn eftir var svo brúðkaupsveisla hjá Írisi og heppnaðist hún rosa vel, allavegana skemmtum ég og Sigrún okkur vel, lentum í óvæntu partýi hjá mjög svo hressum frænda Írisar sem er nánast nágranni minn, mjög hentugt. Takk fyrir mig Íris :)
En nú fer að styttast í Barce, vúhú Sella hvað við munum hugga okkur mikið þar:)
Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?