<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 26, 2005

Verð vinnandi kona næsta miðvikudag :) 

Þetta er ekki lengi að gerast, ég er sem sagt komin með VINNU, reyndar bara þangað til í enda ágúst en aldrei að vita hvort mar geti fengið framhald. Þetta er sem sagt hjá Atlanta í bókhaldinu nánar tiltekið í lánadrottnasviðinu, og ég á bara að mæta á miðvikudaginn og ég nottla spurði um launin og nú er Sigríður frekar kát þau eru mjög góð, HA krakkar ég er voða ánægð núna enda farin að pæla í yfirdrætti og allskyns leiðum til að fjármagna þessa eyðslu mína sem er reyndar eiginlega engin þessa dagana en samt alltaf e-ð. Það eru bara helgarnar sem kosta mann marga penge, en núna get ég borgað 200,000 í gamla bílinn sem ég á fyrir að hafa selt hann. Ætla bara að taka strætó til að byrja með þetta er hérna rétt hjá í Hlíðarsmára 3 og búðin okkar í Hlíðasmára 9, gæti ekki verið betra, fæ þá bara far heim með múttu. Þarf samt að fara að huga að bílamálum og svoleiðis.
Svo eru engar smá góðar fréttir fyrir okkur skvísur enginn annar en Michael Bolton er að koma til landsins, held nú að við þurfum að skella okkur á hann. Ekki það að ég sé búin að fyrirgefa honum að hafa klippt sig, en ég er nú komin yfir það sjokk, hehehehhehehe :)
Heiða er ekki möst að fara, bara til að sjá kauða????????

Cheers
ohhhhh get átt góða helgi án þess að þurfa að telja peningana mína, jibbí jibbí :)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Einn busy dagur 

Jáhá það er sko búið að vera fullt að gerast í dag hjá mér og þá þurfum við að hafa í huga að vanalega hef ég ekkert að gera þannig að hjá meðal Jóni væri þetta ekkert anyways. Fór sem sagt í 2 viðtöl í dag eitt hjá Atlanta og svo hjá KB. Veit nú ekki hvernig þetta fer en ég var allavegan spurð spjörunum úr hjá Atlanta og til að toppa það átti ég að lýsa fjölskylduhögum mínum á ensku sem var nottla ekkert mál fyrir Siggu Pál en ég hélt nú bara fyrst að þetta væri svona nett djók en nei þeim var fyllsta alvara, já og nb. þau voru sko þrjú. Þannig að Sigga babblaði þarna e-ð um fjölskylduna og hundana og sonna í nokkrar mín. En KB maðurinn hafði bara mestan áhuga á lokaritgerðinni minni, var nú bara lengi að muna hvað hún hét, en það kom nottla, sem betur fer. Ég hef nú bara ekkert snert hana síðan henni var lokið, hataði hana svo mikið en ég er komin yfir hana og ég og KB spjölluðum um dýrabransann og allt það í nokkurn tíma. Þannig að í heildina gekk þetta allt bara vel sko, en kommer í ljus.....
Annars er bara pökkuð helgi fram undan, útskrift og 50 ára afmæli á föstudag og svo á að gæsa Írisi snemma á laugardagsmorgun. Ég og Sigrún erum búnar að kvíða svoldið fyrir gæsununni átti að byrja rosa snemma en með breyttu skipulagi sem innifelur í sér að það er hætt við badminton kl:10, hefði sko ekki viljað sjá mig og Sigrúnu í badminton svona snemma morguns illa þunnar og ógeðslegar, og í staðinn er pikknikk kl: 11 í rólegheitunum. Hljómar miklu betur í mínum eyrum. PPPPPPIIIIIIIKKKKKKKNNNNNNNIIIIIIIIIIIKKKKKKKKK


Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?