<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 11, 2005

I'm back...... 

Jæja þá er mar komin heim í sæluna. Kom reyndar seinasta fimmtudag en ég er bara búin að vera að tjilla og sonna. Var frekar fegin þegar flugvélin lenti loksins í keflavík því þá var Siggan búin að vera að ferðast í 12 tíma og alveg búin á því með líkkistu sem ferðatösku og flugfreyjutösku, enda spurði maðurinn í tollinum mig hvort ég væri nú með þetta allt ein, og bað mig um að skella þessu upp á brettið, en ég bara gat það ekki. Var búin að vera að lyfta þessu ferlíki upp í lestar (já í fleirtölu) og leigubíla (líka í fleirtölu) og ég bara gat ekki meir þannig að kauðinn gerði þetta en hjálpaði mér sko ekkert að taka þetta af (ekki sátt en....), þannig að ég tók þetta bara á brjálæðinu :)
Annars bara ekkert búið að vera að gerast allir í prófum og sonna. Fór reyndar í nett viðtal í Landsbankanum í morgun, vona að ég fái bara vinnu þar, fínt að vera þar:)
Síðan tekur bara við að kaupa sér nýjan bíl, og mun hann ekki hafa þetta Selfoss lúkk sem hinn hafði það get ég bókað. Síðan er mar víst að fara á djammið um helgina og sonna, víst svaka partý hjá Hrefnu afmælisbarni föstudagsins, verður vonandi gaman.
Síðan er bara að njóta sumarsins ég hef eiginlega ekki átt alvöru íslenskt sumar síðan 2001, þannig að nú getur mar gert allt sem hægt er að gera í sumar :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?