<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fullt að gerast 

Jæja fullt búið að gerast síðustu daga. Ég er t.d. hætt í vinnunni sem þýðir að það styttist all svakalega í the big move :) Er búin að vera að hanga heima, ekki alveg jafn gaman og ég hélt en allavegana.... Síðan hélt ég loksins upp á afmælið mitt um síðustu helgi og það var bara svaka stuð.
Setti bílinn á sölu í gær hjá Sif, nennti bara ekki að hafa fólk hringjandi í mig allan daginn, þannig að ég læt bara Sif um þetta, treysti henni alveg fullkomlega fyrir the kagg.
Er síðan að fara til miðils á morgun, aldrei að vita hvað hún segir.
Síðan er eitt frekar skondið, hvolparnir okkar eru ekkert smá ólíkir þeir eru eins og svart og hvítt. Híró er eins og nafnið segir algjör hetja á meðan að Akí þorir ekki neinu. Híró hefur engan áhuga að vera í þessum kassa lengur og vill bara skoða heiminn og hina hundana en Akí vill bara vera í kassanum ef mar setur hann á gólfið þá titrar hann allur og vælir stanslaust. Ótrúlegt hvað þeir eru ólíkir og Akí svona hræddur, við ekki alveg að fíla svona hræðslupúka viljum nú ekki fá annan Kúkí í fjölskylduna. Fórum síðan með Meme á dýraspítalann í morgun vegna þess að hún hefur ekkert lagast í fætinum og þá loksins kom í ljós að hún er með sprungu í beininu þannig að núna er hún er risa umbúðir og spelku á þessum litla fæti og hún getur ekkert labbað eða neitt. Hún er svo lítil að hún fékk svona kisuspelku, ekki til hundaspelka fyrir hana :) En hún á nú að losa við þetta áður en ég fer að passa þau öll, úff myndi nú ekki meika að hafa hana í þessu og alla hina á kantinum.

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?