<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 23, 2005

Nýjustu fréttir... 

Þá er mar orðin 25 ára og nokkrum dögum betur, og mér líður bara vel sko, finn ekki mikinn mun ennþá.
Annars það að frétta að aðal bankinn, Landsbankinn, er að fara að stofna útibú í London og er ég búin að sækja um það, nú er bara að krossa fingur og vona að þeir vilji mig, ég meina það þeir hljóta að vilja mig :)
Er síðan búin að panta lappa sem ég held að ég fái á morgun, fæ reyndar örugglega ekkert að nota hann fyrr en Jói er búinn að fá leið á honum, nottla takkasjúkur maður. Ekki það að hann þurfi ekki að setja alls kyns drasl inn á hana sem ég myndi aldrei kunna, gott að eiga svona rosa rosa klárann bróðir :)
Síðan eru hvolparnir alveg orðnir rosa fínir og búnir að opna augun, mega krútt. Þeir eru líka búnir að fá nöfn, Akihito og Hirohito eftir núverandi keisara Japans og pabba hans, þeir eru reyndar kallaðir Akí og Híró hitt er allt of flókið.
Ekki mikið annað að gerast sko.....

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?