<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 07, 2005

Fjölgun í Miðsölum :) 

Jæja þá er búið að fjölga í fjölskyldunni, núna á ég sem sagt 5 bræður 1 systur 2 frænkur og 2 nýja frændur :) Meme er sem sagt búin að eignast 2 litla hvolpastráka sem eru alger æði, rosa miklar dúllur. Hún er nú ekki alveg að fatta þetta og er eiginlega skíthrædd við þessi litlu dýr sem gera ekkert annað en reyna að sjúga hana. En við fjölsk. vonumst eftir því að þetta lagist því annars verður mamma orðin gráhærðari eftir nokkra daga og engan svefn því að eins og í nótt gat mútta ekkert sofið vegna þess að hvolparnir haldast ekki á spena og mamma þarf að láta þá á hann á u.þ.b. hálftíma fresti og þar sem Meme vill ekkert með þá hafa þá þarf mamma líka að fá þá til að pissa og kúka. Alveg brjálað að gera hjá mömmu, vona bara að þetta lagist A.S.A.P.

Hvolpacheers

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Árið 2005, er árið......... 

Árið 2005 er víst komið og þar með styttist óðfluga í afmælið mitt, sem í ár er svooo stórt að ég er ekki alveg að fatta þetta. Málið er nebbla það að þegar ég er að hugsa um t.d. að eiga börn og mann og sonna þá segi ég alltaf, tja já bara svona um þrítugt en síðan fer ég að pæla í því að það eru bara 5 ár þá fæ ég sko alveg taugaáfall. Það er svo rosalega mikið sem ég þarf að gera áður en ég fer eitthvað að settle down að listinn er óendanlegur held ég, þannig að ég veit bara ekkert hvað ég á að gera úfffff.
Annars er það að frétta að Meme á að fara í keisara núna á föstudaginn og þá get ég farið að dúllast með lillurnar, hlakka sko alveg rosa rosa rosa mikið til :)
Síðan erum við búnar að panta farið út, 15 mars varð fyrir valinu þar sem að hinir dagarnir voru dýrari, þá er sko að duga eða drepast, ekkert andsk...... rugl núna, ekki sudda djamm ÖLL kvöld sem leiðir til þess að mar getur ekki mætt í viðtal daginn eftir, Ó NEI þetta gerist sko ekki núna enda erum við báðar alveg sammála um þetta atriði. Erum búnar að vera að skoða íbúðir og ég held að við ættum alveg efni á að leigja svona frekar ágæta íbúð sko, allavegana miðað við það sem við erum búnar að vera að skoða, veit reyndar að þessir ljósmyndarar sem mynda íbúðir þarna eru snillingar í að fela það sem þarf að fela en allavegana.....við skoðum hana fyrst :)
Er síðan að hætta í bankanum 18 feb. þá verður sá partur í lífi mínu búinn, frekar fegin sko, alveg komin með nóg af þessu heimska fólki sem kemur stundum inn t.d. í dag kom ein kella og ég hefði sko getað flegt henni út á rassahárunum, hún var alveg: ég meina það er bara verið að spyrja mann um reikningsnr mans bara svona fyrir framan alla og leyninr líka, ég: uuuuhhhhh já ég verð að vita hvaða reikn. þú vilt taka útaf, og sumt gamalt fólk er ekki að skilja þetta með að pikka inn sko, kella: já en þá á mar bara að skrifa það á blað, ég vil fá blaððððð, ég: já ok, en það getur sko engin gert neitt með bara reikn.nr. þitt sko, kella: þetta er bara fáránlegt samt, ég: já já, en langaði að segja: djöfulsins vesen, tuð og rugl, farðu og findu þér e-ð áhugamál því þú ert greinilega að deyja úr leiðindum, þú ert leiðinleg, ljót og þarft að fara að finna þér einhverja skemmtun í þessu grámyglu umhverfi sem þú býrð í. En í stað þessa sagði ég bara já já. Þetta er ein ástæðan fyrir að ég er að fá nóg af þessu þjónustustarfi.

Jæja cheers :)This page is powered by Blogger. Isn't yours?