<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Dear diary........ 

Ákvað að gera eins og Tulla og koma með eina færslu úr dagbókinni minni. Hér kemur hún:

25. ágúst 1996

Hæ, hæ ég hef bara ekki nennt að skrifa en ég fór á Pulp og það var ógeðslega gaman. Ég var í unglingavinnunni í sumar 3 vikur í skógrækt í Miðmundardal þar var ég alltaf með 2 stelpum Telmu og Berglindi og síðan 4 vikur uppi í Breiðó þar var ég alltaf með krökkum sem hétu Heba, Bryndísi, Árni og Snorri. Verkstjórinn í skógræktinni var ekki skemmtilegur hún hét Eyrún en í Breiðó var ógeðslega maðurinn hét Ágúst. Ég er búin að fá annan hund hann heitir Gáski. Damon kom aftur til Íslands í júní til að taka upp plötu og Alex kom með síðan komu Graham og Dave. Damon var í Skífunni til að gefa eiginhandaráritanir ég og Íris fórum náttúrlega. Þetta byrjaði kl: 10 en við komum kl: 8,30 og þá voru 5 stelpur en þegar við vorum búnar að fá þá voru um 500 ekki allir fengu en ég fékk en þurfti að sleppa unglingavinnunni. Þetta var 25,06 held ég en 17,06 fór ég niður í bæ þá heyrði ég stelpu segja Damon og Íris spurði hana og þá hafði hún séð hann baksviðs og við þangað og sáum þá að hann var að labba upp á svið og í stað þess að hlaupa allan hringinn stökk ég yfir einhvern vegg sem var ógeðslega hár en ég bara tók hann í 1 stökki Íris bara glápti á mig. Damon söng Waterloo Sunset með Kinks. Svo er ég að fara á tónleika 8. sept. með BLUR loksins hefur draumur minn ræst ég get ekki beðið. Ég er að byrja í MS á föstudaginn sem betur fer er ég með Írisi í bekk. Ég og Sella fórum á hundasýninguna á Akureyri Tjörvi vann. Hann og Gáski fara báðir á sýningu í október. Fallegasti maður í heimi er náttúrulega ennþá DAMON ALBARN. En aðrir sem eru fallegir eru Tim Wheeler í Ash, Gary Barlow, Robbie Williams, Graham Coxon í Blur, Peter Andre, Ronan og Keith í Boyzone, John Handley í East 17 og mig minnir að það séu ekki fleiri þannig að við sjáumst. Bæ bæ.

ótrúlegur andskoti :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?