<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 27, 2004

Útskriftar martröðin 

Loksins loksins er ég orðin viðskiptafræðingur er búin að bíða eftir þessum titli í nokkkur ár og var orðin ansi desperate í lokin en allt gott tekur víst enda og eins var með þetta. Get ekki sagt annað en að mar eigi eftir að sakna skólans svoldið en þá bara helst djamminu sko, ekki það að ég geti ekki tekið þátt í því lengur en hvað um það. Annars er þetta nú ekki endir námsins mín er bara að fara í pásu í nokkur ár.
Allavegana þá var útskriftarathöfnin seinasta laugardag og ég mætt galvösk þangað, síðan var byrjað að kalla upp nöfnin og þegar deildin mín átti að fara að gera sig tilbúin þá gerist eftirfarandi: ég byrja á því að laga skóna og síðan stend ég upp og þegar ég er búin að labba u.þ.b. 2 skref þá verður annar skórinn óþægilega laus ég alveg hvað nú og hugsa með mér það sem gerðist þegar ég útskrifaðist úr MS en það sem gerðst hafi var að bandið aftan á skónum sem hélt þeim á löppunum á mér slitnaði. Ég hugsaði nottla bara þetta er ekki að gerast það bara getur ekki verið en jú þetta var bara ónýtt. Eftir þetta hófst þá leit af múttu sem ég hefði getað skipt við á skóm en nei fann hana ekki og hún hefði aldrei náð að komast til mín þannig að hvað í andskotanum átti ég að gera. Þannig að ég fór úr báðum skónum setti þá pent undir hendina og labbaði upp á svið rétt marði að taka þetta skjal úr hendi deildarforseta (svoldið erfitt sko að halda á skóm, heilsa og taka við skjali) og síðan þurfti ég að labba áfram út allt sviðið og heilsa rektor og mamma sagði að hann hefði nú litið frekar skringilega niður á lappirnar á mér. Síðan brunaði ég í Bossanova og fékk hræðilega þjónustu miðað við hrakfarirnar sem ég lenti í en náði með herkjum og ferð í Kringluna að fá nýtt par, rétt um 2 klst fyrir veisluna, eftir þetta allt settist ég niður með the folks og fékk mér einn kaldan enda fannst mér ég eiga það svo sannarlega skilið :)

Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?