<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 13, 2004

Ljúfa líf, ljúfa líf..... 

Fullt búið að vera að gerast upp á síðkastið. Skilaði þessari alræmdu ritgerð í enda sept. og get því útskrifast bráðlega. Fór síðan til Barcelona og er sem sagt komin aftur. Rosa skemmtileg ferð þar sem margt mjög fyndið gerðist nenni nú reyndar ekki að telja það upp en..... Reyndar var alveg svaðalegur hiti þarna alltaf um 30 gráðurnar, bjóst alls ekki við því, var alveg komin með upp í háls af þessum hita. Keypti ekki mikið og djammið var heldur slakt (miðað við okkur), duttum reyndar 2 vel í það og í seinna skiptið voru sumir svoldið mikið drukknir, en ég vil bara kenna þessari sangriu um það. Enda varð ég bara veik það sem eftir var ferðar og gat ekki komið miklu niður :) En eftir 2 mjög svo skringilegar lendingar þar sem í bæði skiptin ég var viss um að við myndum lenda á annarri hvorri hliðinni, seinkun um 1 og hálfan og ferðlag frá því kl:7 um morgun þá var ég mjög svo fegin að vera komin heim til mín rétt eftir miðnætti.
Núna tekur bara EKKERT við hahahhahaah dýrka það, ég kem heim og hugsa tja hvað þarf ég að gera??? Lesa triljón kafla? reikna triljón dæmi? gera e-ð verkefni? og alltaf er svarið NEI. Just loving it :)
Annars er ég bara farin að hlakka til að komast til London, hitta Elvu og sonna, úfff hvað það verður gaman hjá okkur og nb. nenni ekki að hlusta á fólk sem er að hneykslast á mér og þetta með London, ég hlýt eins og þúsundir annarra fengið vinnu þarna og ef ekki þá druslast ég bara heim. Og hana nú!!!!

Cheers
Sigga with nothing to do ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?