<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 13, 2004

Kaos á 50 

Þá eru 50 tónleikarnir búnir og þeir stóðu undir væntingum, mjög fínir, en það sem við Jóhanna lentum nú í á þessum tónleikum. Í fyrsta lagi þurfti Jó að bíða í 1 klst röð sem er kannski ekkert voða gott á hækjum síðan fengum við þessi líka fínu sæti í fyrstu röð en sem reyndust síðan vera verstu sætin vegna þess að við sáum ekkert fyrir öllu fólkinu sem stóð bara fyrir fram mann, rosalega getur fólk verið tillitslaust, ein gellan svona 16 ára var alveg að tapa sér við mig þegar ég bað hana í 2 sinn að beygja sig niður en nei það var sko ekki hægt, þá vildi ég helst taka í hennar ljóta hár og berja hana duglega (ekki það að ég sé ofbelishneigð en djöfulsins **** var hún mar) síðan voru engir verðir til þess að hindra þetta þannig að þegar 50 kom þá stóðum við bara til að sjá. Enda vorum við alveg búnar á því eftir tónleikana. En ég hef nú farið á nokkra tónleika í gegnum ævina en þessir voru verst skipulögðustu tónleikar sem ég hef farið á, þetta verð nottla allt í rugli eftir að þetta var fært úr Egilshöll, og það voru alltof margir í stúkunni og alveg troðið niðri, síðan voru þessi verðir ekki að gera rass stóðu bara niðri þegar þörfin fyrir þá var mest uppi, alveg til háborinnar skammar, get ég sagt ykkur fólk en.......
Hvað er svo í gangi með þetta veður búið að vera skíta veður og svo þegar prófin byrja þá kemur þetta svaka veður og ég kemst nottla ekkert út, ojjjj ömurlegt but ekki mikið hægt að gera í þessu, hlakka bara alveg rosa rosa mikið til á mánudaginn kl:13 þegar þetta próf n.b. síðast prófið mitt í HÍ verður búið ;) Verð held ég bara að fá mér einn kaldan fyrir því

Cheersþriðjudagur, ágúst 10, 2004

Barcelona here I come 

Ég er að fara til Barcelona ligga ligga lái :) Hlakka ógeðslega mikið til. Þetta byrjaði þannig að ég og Heiða vorum búnar að ákveða að kíkja eitthvert í haust og síðan bættist Sif með í þann pakkann, síðan var ég heima hjá Heiðu á sunnudaginn og við ákváðum að kíkja aðeins á netið á þetta 18 kr. tilboð hjá Icelandexpress, og síðan ákváðum við bara að fara til London, fengum sko aðra leiðina á 18 kr og síðan daginn eftir með easyjet til Barcelona sem kostar einungis 8885 krónur sem er nottla bara gefins. Erum líka búnar að panta hótel eða sko íbúð vegna þess að hótelið var uppbókað þá fáum við einhverja íbúð fyrir 4, vona bara að það verði fínt. Ekki það að ég hafi ekki lent í örugglega versta hóteli í heimi í London, það var vibbi við borguðum nottla bara 45 pund fyrir nóttina en... ég svaf á nuddbekk og klósettið var þannig að engin okkar fór á það, úff Barcelona mun ekki geta toppað þetta.
Annars bara same old same old er að fara að 50 cent á morgun úúú hlakka líka rosa mikið til þess, verða bókað klikkaðir tónleikar.

Jæja
Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?